Gjafakort | Inneignarnótur

Fáðu gjafakortið í símann þinn!

Gjafakort S4S er nú orðið virkt í Apple Wallet og Android farsímum. Þú þarft aldrei aftur að muna eftir gjafakortinu þínu! Til að virkja gjafakortið í wallet/android sláið inn nafn og netfang ásamt númeri gjafakortsins sem má finna undir strikamerkinu. Best er að fylla út formið í því símtæki sem gjafakortið á að vera virkt í, en þó er það ekki nauðsynlegt.





Athugaðu að þótt gjafakortið hafi verið sett í veskið í símann þá er QR-og strikamerki enn virkt á útprentaða gjafakortinu. Passa skal því upp á að farga því eða geyma á vísum stað.

Settu inneignarnótuna í símann þinn!

Nú er hægt að setja inneignarnótur úr verslunum S4S í Apple Wallet og Android farsíma. Þú þarft aldrei aftur að muna eftir inneignarnótunni þinni! Til að setja hana inn í wallet/android sláið þið inn nafn og netfang ásamt númeri inneignarnótunnar sem má finna ofarlega á inneignanótunni (undir textanum Inneign nr.). Best er að fylla út formið í því símtæki sem inneignarnótan á að vera virk, en þó er það ekki nauðsynlegt.